mánudagur, júlí 28

NÝTT BLOGG

KOMIN MEÐ NÝTT BLOGG

WWW.ROKKDRUSLAN.BLOG.IS

fimmtudagur, janúar 31

Sjóara lingóið

Mér datt þetta í hug þegar ég var að reyna að ná í hann pabba minn á sjónum í gærkveldi og ég hringdi óvart upp á brú (þeir sem eru ekki inn í lingóinu þá er það þar sem stýrið er ;o), svo var ég að pæla ef ég hefði eitthvað verið að rabba við skipstjórann hvað hefði maður átt að tala við hann um. Hérna eru nokkur dæmi sem mér datt í hug:
"Hvað er dallurinn fljótur upp í 5 hnúta?"
"Hvað ertu lengi að bóna hann??"
"Svínliggur hann ekki á sjónum"
"Hvað er ferlíkið að eyða??"

ég varð nú bara að skrifa þetta hjá mér, svona svo að ég hafi um eitthvað að tala ef ég hitti skipstjórann hans pabba einhverntímann.

En ég er nú að fara á Hótel Rangá um helgina með familíunni, við erum að fara að halda upp á sjötugsafmælið hennar ömmu og ætla allir að koma saman og hafa gaman.
Ég finn á mér að þetta verður mikið fjör, því að skemmtilegustu djömmin eru nú með mömmu, pabba og móðurættinni minni :o)

sunnudagur, janúar 27

Týndi sonurinn snýr aftur!!!

Í dag er mikill hamingjudagur!
Hann Cesar sem er búin að vera týndur í 15 daga sneri heim í nótt! Ég þurfti að fara á klósettið í nótt og á leið þangað inn heyrði ég svakalega eymdarlegt mjálm og kemur ekki Cesar röltandi úr myrkrinu.
Hann var drulluskítugur og horaður en alveg jafn krúttlegur:)
Hvar hann hefur verið allan þennan tíma veit ég ekki en ég vona að það hafi verið einhverstaðar inni því óveðrin sem hafa verið að ganga hérna yfir síðastliðnar 2 vikur hafa ekki verið falleg.
Jæja ég er farin að knúsa kisann ....chiao!

þriðjudagur, janúar 22

Splunkunýr fjölskyldumeðlimur!

As we speak þá sit ég við splunkunýju fartölvuna mína sem við Maddi keyptum í dag fyrir skólann hjá mér. Ég hef nefnt hana Junior :O)
Hún er alveg einstaklega falleg, með 17" skjá og innbyggðri myndavél. Það er svona cirka það eina sem ég skildi af söluræðunnni hjá gaurnum hjá EJS.
Til að fara með nýja lappanum þá skráði ég mig í fjarnám á ný hjá FÁ. Líst rosalega vel á skólann og ákvað ég að taka því rólega fyrst og tók sögu, íslensku og frönsku til að byrja með.

Svona er hún að framan, nema svört en þetta var draumaliturinn sem var ekki til.

Og svona er yndislegheitið þegar maður opnar hana :)

þriðjudagur, janúar 15

Jesús Kristur

Ohh ég er alveg hræðilegur bloggari.
Ég er að pæla í að koma með leikhúsgagnrýni því ég fór með Madda mínum. Árdyzi og Ernu og Jesus Christ Superstar um helgina.

Ég hef ekki farið á marga söngleiki um ævina svo ég var mjög spennt yfir þessu öllu.
GÆSAHÚÐ er eina orðið sem maður finnur yfir byrjuninnni á leikritinu, uppáhaldssöngvarinn minn hann Jens Ólafsson sem leikur Júdas(Jenni í Brain Police) fór á kostum og er ég á því að hann hafi verið stjarnan í leikritinu.

Ég verð að viðurkenna að mér fannst gamla þýðingin vera betri, það er kannski bara út af maður hefur verið að syngja hana í hárburstan síðan maður var 13 ára. En þessi var nú samt ekki alvond.

Krummi sem leikur Jesú hefur aldrei verið í uppáhaldi hjá mér og mætti segja að ég þoli hann ekki. Álit mitt á honum skánaði örlítið við sýninguna en samt ekki mikið.

Hljómsveitin var afbragðsgóð og hafði ég gaman að eina kvenmanninum í henni sem masteraði fiðluna.

Í heildina var þetta alveg yndislegt leikrit og mæli með því við alla :)


Núna er ég komin á fullt í blogginu og ætla að blogga með styttra millibili en hef áður gert :)

fimmtudagur, desember 20

Ég kem alltaf aftur eins og jólasveinninn :oD

Ég hef ákveðið að taka upp skrif mín aftur, því ég hef saknað þess sárt á þessum mánuðum síðan ég hætti. Það er nokkuð um fréttir í lífi mínu þessa stundina, það sem ber hæst er:

1. Við erum að fara að selja littla kotið okkar og ætlum að flytja aftur heim (Reykjavík), þið getið séð það hér. Eins og þeir segja, home is where the heart is :)
Það er rosalega rólegt á fasteignamarkaðinum svona í desember, svo er ekkert að hjálpa til þegar bankanir koma því á að það sé ekki hægt að yfirtaka lán með 4,15% vöxtum. Djös plokk.

2. Ég er hætt hjá Eldhestum og er farin að vinna hjá Læknastöðinni í Orkuhúsinu. Rosalega gott að vinna þar og yndislegt fólk. Sakna samt múltí kúltúrsins frá Eldhestum.
Eins og á fasteignamarkaðinum þá er rosalega rólegt hjá læknum í desember, svo ég eyði mörgum dögum í Tetris og Bubbles.....og blogg :)

3. Ég verð AUNTIE aftur í maí, Ingi bróðir er með barni ;o) Vona að þetta verði jafn vel heppnað og það seinasta :oD
Ég hef ákveðið það að ætla dekra þetta alveg jafn mikið og það seinasta. Mússímú!

Jæja ég ætla ekki að kaffæra ykkur með fréttum og lýk þessu hér. Mun samt blogga meira á næstu dögum, þar sem eftir þennan dag er ég komin í jólafrí þangað til 2. janúar. Vei vei vei !


föstudagur, október 26

All good things must come to an end

Jæja þá er komið að því. Ég hef ákveðið að taka mér hlé frá bloggi mínu.
Þetta þýðir ekki að ég elska ykkur ekki lengur, þetta þýðir bara að Rokkdruslan er búin að missa mojo-ið fyrir skriftum.
Þetta hlé mun standa yfir í nokkra mánuði eða þangað til ég finn groove-ið aftur.

Þangað til næst, farvel elsku aðdáendur.